Tré og tré/ál glugga- og hurðir sem við höfum í boði koma í öllum stærðum og gerðum eftir óskum viðskiptavina og í samræmi við hönnun hverju sinni. Þeir henta auk þess hvort sem er fyrir nýja sem eldri útlitshönnun. Tré og tré/ál gluggarnir- og hurðirnar henta einstaklega vel þar sem á að viðhalda eldri byggingarstíl.
Tré og tré/álgluggarnir eru trégluggar klæddir pólýhúðuðu áli að utan og því sem næst viðhaldsfríir að utan. Þeir henta því sérstaklega vel fyrir íslenska veðráttu.
Að innan er val um að útlit glugga sé með annað hvort nútímalegu útliti tréglugga eða klassísku útliti. Í eldra húsnæði þarf því ekki að fara í útlitsbreytingar að innan.
CE vottað
Öll framleiðsla er CE vottuð
og með 5 ára verksmiðjuábyrgð.
Afhendingartími
Afhendingartími fyrir tréglugga- og hurðir eru 7-9 vikur.